PTMA

VERKEFNIÐ

Velkomin á heimasíðu PTMA verkefnisins. PTMA er þriggja ára Erasmus+ verkefni sem fór í gang haustið 2022 í Frakklandi.  Verkefnið  er partur af áætlun Erasmus+ fyrir árin 2021-2027 um stefnumótandi samstarf fyrir starfsmenntun og starfsþjálfun og flokkast undir KA220. Skilgreiningin á KA220 er þessi: Samstarfsverkefni sem veita stofnunum og samtökum tækifæri til að skiptast á reynslu og kynnast nýjum aðferðum, hvort sem samstarfið er smátt í sniðum eða á stærri skala. Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru, auk Frakklands,  Ísland, Svíþjóð, Spánn, Írland, Latvía, Þýskaland og Ítalía. 

 

Verkefnið sem mun standa yfir í 36 mánuði, eða þar til í ágúst 2025, er stýrt af Apreca, sem er franskt fyrirtæki og samstarfsaðilum frá þessum 8 löndum. Markmið PTMA verkefnisins er að glíma við þá áskorun sem COVID-19 hefur haft á þverfaglegt og þverþjóðlegt skiptinám, með því að hanna nýstárlegt og auðvelt app, til þess að undirbúa skiptinám. 

 

FRÉTTIR - smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til og heimsæktu Facebook síðuna okkar sem færir þér allar nýjustu fréttir af PTMA verkefninu. 

 

https://www.facebook.com/PTMA-Erasmus-project-102528275905264 

 

Ef þú hefur áhuga á að vita meira um verkefnið hafðu þá endilega samband með því að senda skilaboð gegnum Facebook síðuna okkar eða sendu póst á  ptmaerasmusplus@gmail.com


Megin Markmið Verkefnisins

Frá upphafi COVID-19 hefur möguleikum til skiptináms erlendis fækkað stórlega fyrir nemendur á öllum stigum náms og þá sérstaklega fyrir fólk án sérmenntunar. Markmið PTMA er að nýta stafræna tækni og hanna App sem hjálpar væntanlegum skiptinemum, á öllum aldri,  við allan undirbúning fyrir skiptinámið. Við vonum að Appið muni skapa aukið öryggi og meira sjálfstraust, bæði persónulega og faglega, hjá nemendum og virka þannig hvetjandi til að taka þátt í fjölþjóðlegu samstarfi og jafnvel stuðla að betri námsreynslu. 

 

Rannsóknir sýna að flest ungmenni á aldrinum 16-24 ára eiga snjallsíma og það er þar sem hugmyndin af verkefninu kviknaði. Við búum að sjálfsögðu til fjölsniðið „Personal Transnational Mobility Assistant“ snjallsímaforrit með sérhönnuðum atburðarásum og lausnum, með aðgangi að lykilskjölum og skilaboðum og allt með einni snertingu, allt fyrir nemendur. Á sama tíma munum við lika hanna gagnvirkt kennsluefni um undirbúning fyrir skiptinám fyrir bæði nemendur og kennara. 

 

Eins og fyrr hefur verið sagt þá verða allar niðurstöður PTMA fáanlegar á stafrænu formi, með opnu aðgengi og á 8 tungumálum. Efnið í Appinu verður prófað af 48 nemendum og 16 kennurum í öllum þeim 8 löndum sem taka þátt í verkefninu. PTMA Appið verður hannað þannig að það nýtist á öllum sviðum við skipulag á ferðum, verkefnum eða öðru sem tengist erlendu samstarfi. Þetta mun auka verulega notagildi appsins og þannig undirstrika þverfaglega og menningarlega vídd verkefnisins. Við teljum að  PTMA verkefnið stuðli að góðum og nothæfum stafrænum  lausnum  í takt við tækni og þarfir nútímans án þess að vanrækja reynslu gærdagsins. 

Afurðir & Niðurhalanlegt Efni

Allar afurðir verkefnisins eru ókeypis og hægt að sækja og nýta að eigin vali.

 

 Það er hægt að sækja PTMA Snjallsíma App á bæði Apple Store og  Google Play Store.


 Til að fá aðgang, zip skrá með öllum heimildamyndum og efni með lista yfir YouTube tengla fyrir PTMA myndbandanámskeiðin

 

Fylgdu þessum hlekk: þessi hlekkur verður virkur þegar öllum afurðum PTMA verkefnisins verður lokið (Maí 2025)

 

Allt efni PTMA verður fáanlegt á: Ensku, Frönsku, Lettnesku, Ítölsku, Þýsku, Spænsku, Sænsku og Íslensku.

Share by: